11.09.2011 08:47

Brandugla sníkir sér far með Valbirni ÍS

Brandugla um borð í Valbirni ÍS. Mynd: Finnbjörn Elíasson.
Brandugla um borð í Valbirni ÍS. Mynd: Finnbjörn Elíasson.

Brandugla sníkir sér far með Valbirni ÍS

Brandugla sníkti sér far hjá Valbirni ÍS í vikunni er hann var að rækjuveiðum við Öxarfjörð út af Norðausturlandi. En það var ekki einungis áhöfnin á Valbirni ÍS sem fékk að njóta samvistar við ugluna heldur flakkaði hún á milli togarana sem voru við rækjuveiðar á svæðinu. Samkvæmt upplýsingum af fuglavef Námsgagnastofnunar, er brandugla eina uglan sem verpir að staðaldri hér á landi. Hún er einfari og sést helst í ljósaskiptunum. Að sögn Gísla Hermannsonar, stýrimanns á Valbirni ÍS, fór uglan á milli togarana en stoppaði stutt á hverjum stað. Ekki fara frekari sögur af því hvað hún var að vilja uppi á dekki en Gísli segir að það komi fyrir að uglur sníki sér far með fiskibátum.

Kom þetta fram á bb.is