08.09.2011 12:25
Múlabergið veiddi heyrúllu
Togarinn Múlaberg SI 22 fékk óvæntan feng þar sem skipið var nýlega á rækjuveiðum um 42 sjómílur norður af landinu. Þegar trollið var dregið kom í ljós að í því var heyrúlla.
Greint er frá þessum óvænta afla á heimasíðu Ramma sem gerir skipið út. Þar kemur fram að þar sem rúllan veiddist sé 195 faðma (356 m) dýpi. Á síðunni má einnig sjá heyrúlluna skorna úr trollinu.
