07.09.2011 23:00
Leit hætt á Faxaflóa
Frá mbl.is:
Björgunarbátar voru kallaðir út. mbl.is/
Hafin var leit á Faxaflóa síðdegis í dag eftir að neyðarblys sást á lofti. Ekkert fannst og hefur leit nú verið hætt.
Maður sem staddur var á bensínstöð á Ártúnshöfða tilkynnti um neyðarblys í stefnu á Viðeyjarstofu og náði blossinn upp fyrir hæstu bungu á Akrafjalli.
Vaktstöð siglinga ákvað að hefja leit rétt eftir klukkan 17. Bátahópar björgunarsveita frá Hafnarfirði, Kópavogi, Reykjavík og Kjalarnesi voru kallaðir út og leituðu sundin fyrir utan Reykjavík og í kringjum eyjarnar.
Þyrla Landhelgisgæslunnar kannaði svæðið lengra úti en þar var vont í sjóinn.
Leitin var blásin af nú undir kvöld, samkvæmt upplýsingum Vaktstöðvar siglinga. Talið er líklegast að neyðarblysinu hafi verið skotið af landi, ekki langt frá Ártúnshöfða.
