07.09.2011 12:00
Skírnir GK 515 / Skírnir GK 79
766. Skírnir GK 515 © mynd Snorrason
766. Skírnir GK 79 © mynd Snorrason
Smíðaður á Ísafirði 1916.
Báturinn var að nokkru leiti smíðaður eftir móteli af Samson, sem strandaði utanvert við Suðureyri vorið 1915 og dreginn til Ísafjarðar og að nokkru eftir teikningum Bárðar Tómassonar, en hann smíðaði bátinn og réði gerð hans i samráði við Sigurð Hallbjörnsson eiganda hans. Kjölur var lagður 1916 og sjósttur i jan 1917 og skráð á hann í fyrsta sinn 20. feb. það ár.
Stóð uppi í Dráttarbraut Keflavíkur í nokkur ár, áður en honum var fargað. Dæmdur ónýtur 1965. Höggvinn upp og brenndur á þrettándabrennu á íþróttavellinum í Keflavík, 6. jan. 1968.
Nöfn: Skírnir ÍS 410, Skírnir GK 515, Skírnir MB 94, Skírnir AK 94 og Skírnir GK 79
Skrifað af Emil Páli
