06.09.2011 21:00

Júlíus Geirmundsson ÍS 270 / Maloyfisk SF-31-V

Þessi var aðeins gerður út hérlendis í tæpan áratug og þá seldur til Noregs. Síðan var hann keyptur hingað til lands löngu síðar, en aldrei varð neitt úr þeim áformum og því fór ekki fram nafnabreyting á honum né að hann sigldi hingað. Stuttu síðar fór hann í pottinn.


                        1027. Július Geirmundsson ÍS 270 © mynd Snorrason


                            Maloyfisk SF-31-V ex 1027 (þetta dökka við bryggjuna nær)

Smíðanúmer 439 hjá Elbewerft Boizenburg GmbH, Boizenburg, Austur-Þýskalandi 1967, eftir teikningu Hjálmar R. Bárðarsonar.

Seldur út landi til Noregs 20. júní 1976, Skipið átti að flytjast aftur hingað til lands í lok 2001 eða byrjun ársins 2002, en þar sem gengið var þannig frá hnútunum á Íslandi, var ekki lengur grundvöllur fyrir útgerð skipsins og því hætt við komu þess inn í Íslenska útgerð.
Skipið var eitt af þremur skipum skipum sem þessi útgerð hérlendis keyptu á þessu tímabili og komu hin tvö en stoppuðu ekkert hérendi. Átti að gera skipið út á línuveiðar án þess að hafa fastan kvóta. Vegna skorts á veiðiheimildum var skipið í biðstöðu í Noregi frá nóv. 2001 til þess tíma að málið var blásið af í febrúar 2002. Skipið var því aldrei skráð aftur hérlendis. Fór það síðan í brotajárn hjá Fosenn Gienvinnig A/S, Revsnes 2002.

Nöfn; Július Geirmundsson ÍS 270, Guðrún Jónsdóttir ÍS 276, Kristbjörg II VE 71, Kristbjörg VE 70, Kristbjörg, Maloyfisk SF-31-V, Seljevær SF-31-S, Venoysund M-16-SO og  Venoysund ST-31-OL