06.09.2011 13:30

Baldur við eftirlit á Ljósanótt

Eins og ég hafði raunar sagt frá sl. laugardagkvöld var Baldur við eftirlit á Ljósanótt og hefur það nú verið staðfest á vef Landhelgisgæslunnar en þar stendur eftirfarandi um málið:

Baldur, eftirlits- og sjómælingabátur Landhelgisgæslunnar tók um helgina þátt í eftirliti og gæslu vegna Ljósanætur, ásamt lögreglu og björgunarsveitum Slysavarnarfélagsins Landsbjargar. Að sögn áhafnar Baldurs var á laugardagskvöldinu leiðinda sjólag því ekki mikil umferð á sjó.  Var Baldur við eftirlit á Stakksfirði og í nágrenni Reykjanesbæjar en einnig var farið í sjóbjörgunaræfingu á Stakksfirði með þyrlu Landhelgisgæslunnar og Fiskakletti, harðbotna björgunarbát Slysavarnarfélagsins Landsbjargar í Hafnarfirði.


     2074. Baldur © mynd af vef Landheilgisgæslunnar frá 7. ágúst 2007