06.09.2011 12:00

Arnþór GK 20 strandaði í Sandgerðishöfn

Lífið í Sandgerði - 245.is:



Frá vinstri sést Siggi Bjarna komin við Sandgerðishöfn og Arnþór strandaður

Arnþór GK-20 dró Sigga Bjarna GK-5 til Sandgerðishafnar í gærkvöldi eftir að gírinn bilaði hjá þeim síðarnefnda.

Þegar Siggi Bjarna var búinn að festa landfestar snéri Arnþór við í höfninni og lenti á sandþúfu með þeim afleiðingum að hann strandaði. Háfjara var þegar óhappið varð og var fyrst ákveðið að bíða eftir flóði, en síðan dró Benni Sæm, Arnþór lausan.
 

Bergur Eggertsson hjá Nesfisk ehf fylgist hér vel með
 
 
 
Myndir: Smári/245.is | lifid@245.is