03.09.2011 19:31

Gamla Stálvíkin eða Arinbjörn í Gineva fyrir 25 mínútum

Ja, sjaldgæft að fá myndir sendar nánast um leið og þær eru teknar úti í heimi, en það gerðist núna áðan er Gunnar Harðarson sendi mér þessa mynd sem hann  tók núna rétt fyrir kl 1900 af gömlu Stállvikinni ad koma ad bryggju i Banjul Gambii í Ginevu.   Hún heitir Blue Capelle og er undir Dönsku flaggi og er ad adstoda stort kapalskip sem er ad leggja sæsima kapal frá Frakklandi til Sudur Afriku með 21 tengingu inn i ýmis afrikuriki.
                         - Sendi ég Gunnari kærar þakkir fyrir þetta -

Stálvíkin var smíðuð í Stálvík í Garðabæ árið 1973.

Sjá: Leiðréttingu fyrir neðan myndina.


       Blue Capella ex 1326. Stálvík SI 1, Banjul í Gambil í Gineva, nú fyrir hálfri klukkustund © mynd Gunnar Harðarson, 3. sept. 2011

Haukur Sigtryggsson sendi mér póst með leiðréttingu þar sem hann taldi að þetta væri ekki fyrrum Stálvíkin, heldur ex 1514. Arinbjörn RE 54