03.09.2011 15:03

Ljósmyndasýning Kristins Ben, vekur athygli

Ljósmyndasýning Kristins Benediktssonar í Kaffi Duus hefur vakið nokkra athygli nú á Ljósanótt, en þarna sýnir hann um 100 ljósmyndir úr sjávarútvegi, þ.e. veiðar, vinnsla og markaðsmál. Sjón er sögu ríkar og því koma nú myndir sem ég tók bæði þegar hann var að setja upp sýninga og eins eftir að hún var komin upp


                 Kristinn Benediktsson sýnir okkur eina af myndunum sem eru á sýningunni


















     Á efstu og neðstu myndinni sjáum við Kristinn Benediktsson sýna okkur smá sýnishorn af verkunum sem eru til sýnis í Kaffi Duus, en sýningin mun standa yfir út þennan mánuð. Á myndunum þar á milli sjáum við sýnishorn úr sýningasalnum © myndir Emil Páll, 1. og 3. sept. 2011