03.09.2011 00:30

Flutti með bát sinn úr Vogum til Akureyrar

Hér fylgjumst við með á myndrænan máta þegar báturinn var afskráður sem GK bátur og skráður sem EA bátur. Síðan stóð til að setja hann á vagn og síðan yrði hann dreginn annað hvort um helgina eða strax eftir helgi til Reykjavíkur þar sem hann fer í skip frá Samskip sem flytur hann til Akureyrar. Einnig eru myndir af bátnum með nýju heimahöfninni þ.e. á Akureyri í Sandgerðishöfn.


     7287. Sægreifi GK 444, í Sandgerði í dag, rúmri klukkustund áður en búið var að skipta um heimahöfn og skráninganúmer


                                                   Heimahöfnin var áður í Vogum


              Steingrímur Svavarsson, eigandi Sægreifa við bátinn meðan hann hafði GK númer




                    Borgar Ólafsson, skiltagerðamaður losar GK af bátnum


                                                 Borgar setur EA merkinguna á


                                                       Sægreifi EA 444


                                Borgar setur nýju heimahöfnina á bátinn


                                                Akureyri er nýja heimahöfnin












     







            Smábátamenn komu nokkrir til að kveðja Steingrím áður en hann færi til Akureyrar og var oft kátt á hjalla með þeim og hér sjáum við þrjá þeirra, en ég mun þó aðeins nafngreina tvo þeirra þ.e. f.v.  Jón Halldór Björnsson og Steingrímur Svavarsson. Hinn, sem er sá sami og réðist á mig fyrir myndatökur í Grófinni á sínum tíma, tróð sér þó inn á myndina, en ég mun að augljósum ástæðum ekki nefna nafn hans, hann á það ekki skilið, meðan engin afsökun komið frá honum  © myndir Emil Páll, 2. sept. 2011