01.09.2011 21:00
Farsæll GK fyrstur að landi í Keflavík í kvöld
Dragnótaveiðar í Bugtinni hófust í dag og eru bátarnir ýmist komnir að landi eða á leiðinni í land. Þrír af þeim landa núna í Keflavík, Farsæll GK 162, Askur GK 65 og Njáll RE 275 og var Farsæll þeirra fyrstur að landi þetta árið.
Þrátt fyrir úrhellisrigningu tókst mér að taka þessa myndasyrpu af bátnum, fyrst er hann lét reka framan við höfnina meðan skipverjar kláruðu að kútta aflann og síðan er hann kom að bryggju. Varðandi þá sem komu á eftir honum, þá hreinlega nennti ég ekki að bíða eftir þeim sökum rigningarinnar og að skyggnið var óður að hverfa.






1636. Farsæll GK 162, í Keflavík í kvöld © myndir Emil Páll, 1. sept. 2011
Þrátt fyrir úrhellisrigningu tókst mér að taka þessa myndasyrpu af bátnum, fyrst er hann lét reka framan við höfnina meðan skipverjar kláruðu að kútta aflann og síðan er hann kom að bryggju. Varðandi þá sem komu á eftir honum, þá hreinlega nennti ég ekki að bíða eftir þeim sökum rigningarinnar og að skyggnið var óður að hverfa.
1636. Farsæll GK 162, í Keflavík í kvöld © myndir Emil Páll, 1. sept. 2011
Skrifað af Emil Páli
