01.09.2011 19:00
Ippa frá Helsingfors flutt landleiðina suður
Í hringferð Bjarna Guðmundssonar um landið í sumar með myndavélina, þar sem hann tók myndir og sendi mér til birtingar kom m.a. skútan Ippa, frá Helsingfors, í Djupuvík á Ströndum. Nú kemur hún aftur fyrir augu ljósmyndara, en það er Jón Halldórsson á Hólmavík sem tók myndasyrpu af skútunni, þegar hún var hífð á vagn á Hólmavík, til að flytja suður.





Ippa sett á vagn á Hólmavík, til að flytja suður © myndir Jón Halldórsson, holmavik.123.is 31. ágúst 2011
Ippa sett á vagn á Hólmavík, til að flytja suður © myndir Jón Halldórsson, holmavik.123.is 31. ágúst 2011
Skrifað af Emil Páli
