01.09.2011 18:00
Eiga fimm eða jafnvel sex sameiginleg atriði
Skemmtileg tilviljun á sér stað í Njarðvik í dag. Við bryggju er Guðrún Guðleifsdóttir ÍS 25 og uppi í slipp er Kristín ÞH 157. En þau eiga þessi fimm eða jafnvel sameiginleg atriði.
Númer þeirra er í röð, þ.e. Guðrún Guðleifsdóttir er nr. 971 og Kristín er nr. 972. Þau eru systurskip bæði smíðuð í Boizenburg, Austur - Þýskalandi, með smíðanúmer 407 og 408. Bæði árið 1965. Bæði eru þau græn. En litur þeirra tengist því að bæði hafa verið í eigu Vísis hf. í Grindavík. Fyrir þá sem ekki vita það þá hét 971. Guðrún Guðleifsdóttir eitt sinn Sævík GK 257

971. Guðrún Guðleifsdóttir ÍS 25, í Njarðvikurhöfn

972. Kristín ÞH 157, í Njarðvikurslipp © myndir Emil Páll, 1. sept. 2011
Nú er komið í ljós að þessir tveir eiga fleira sameiginlegt, því eftir ábendingu á Facebookinu þá hafa þeir báðir borið KE nöfn, 971. var t.d. bæði Boði KE og Aðalvík KE og raunar líka Eldeyjar-Boði en það var GK og síðan var 972. Pétur Ingi KE.
Númer þeirra er í röð, þ.e. Guðrún Guðleifsdóttir er nr. 971 og Kristín er nr. 972. Þau eru systurskip bæði smíðuð í Boizenburg, Austur - Þýskalandi, með smíðanúmer 407 og 408. Bæði árið 1965. Bæði eru þau græn. En litur þeirra tengist því að bæði hafa verið í eigu Vísis hf. í Grindavík. Fyrir þá sem ekki vita það þá hét 971. Guðrún Guðleifsdóttir eitt sinn Sævík GK 257
971. Guðrún Guðleifsdóttir ÍS 25, í Njarðvikurhöfn
972. Kristín ÞH 157, í Njarðvikurslipp © myndir Emil Páll, 1. sept. 2011
Nú er komið í ljós að þessir tveir eiga fleira sameiginlegt, því eftir ábendingu á Facebookinu þá hafa þeir báðir borið KE nöfn, 971. var t.d. bæði Boði KE og Aðalvík KE og raunar líka Eldeyjar-Boði en það var GK og síðan var 972. Pétur Ingi KE.
Skrifað af Emil Páli
