01.09.2011 08:30
Guðrún Guðleifsdóttir ÍS 25 í Njarðvik i morgun
Þó ég eigi orðið ansi margar myndir af þessum báti, stóðst ég ekki mátið, í morgun á háflóði að taka þessar myndir af honum í Njarðvikurhöfn. Svona í leiðinni þá er rétt að geta þess að leyfar af fellibylnum Írenu eru farnar að láta sjá sig, þó hafa dragnótabátarnir hafið veiðar í bugtinni í nótt, eins og þeir máttu. Hræddur er ég um að Ljósanóttin okkar hér í Reykjanesbæ fari út og suður ef veðrið verður eins og mér sýnist það stefna í, en það eru ekki alltaf jól hjá okkur í þessum efnum frekar en öðrum
971. Guðrún Guðleifsdóttir ÍS 25, í Njarðvikurhöfn í morgun © myndir Emil Páll, 1. sept. 2011
Skrifað af Emil Páli
