31.08.2011 21:00
Minnisvarðinn um slysið á Eddu GK 25 í Grundarfirði
Í framhaldi af birtingu og frásagnar hér á síðunni og á Facebooksíðunni í gærkvöldi um slysið á Eddu GK, bað ég Aðalheiði Láru Guðmundsdóttur, eða Heiðu Láru eins og hún kallar sig, að senda mér myndir af minnismerkinu sem hún sagði frá á Facebooksíðu minni. Það hefur hún gert og ekki bara það heldur sent með eftirfarandi frásögn;
Hér eru myndir af minnismerkinu, sem var vígt þegar 50 ár voru liðinn frá slysinu. Árni Johnsen gerði merkið. Eddan lá við akkeri um 300m frá bryggjunni þegar hún fór á hliðina, um 30-40 skip voru á firðinum þessa nótt því síld hafði gengið inn fjörðinn. Flestir úr áhöfninni komust í annan nótabátinn og rak þá út fjörðinn. Um nóttina snérist hann svo í vestlægariátt og rak þá bátinn að Bárarskerjum, sem eru fyrir neðan bæina Suður og Norður-Bár í Eyrarsveit. Skipverjum var svo bjargað í hús að bænum Suður-Bár. Ýtarleg frásögn um slysið er í bók sem heitir Fólkið, Fjöllin, Fjörðurinn,safn til sögu Eyrarsveitar, og er gefin út af Eyrbyggju Hollvinasamtök Grundarfjarðar. Þetta er í 4.hefti og kom út 2003.
- Sendi ég Heiðu Láru bestu þakkir fyrir skjót og góð viðbrögð -



Minnisvarðinn um slysið um borð í 184. Eddu GK 25 í Grundarfirði fyrir rúmri hálfri öld © myndir Heiða Lára 31. ágúst 2011
Hér eru myndir af minnismerkinu, sem var vígt þegar 50 ár voru liðinn frá slysinu. Árni Johnsen gerði merkið. Eddan lá við akkeri um 300m frá bryggjunni þegar hún fór á hliðina, um 30-40 skip voru á firðinum þessa nótt því síld hafði gengið inn fjörðinn. Flestir úr áhöfninni komust í annan nótabátinn og rak þá út fjörðinn. Um nóttina snérist hann svo í vestlægariátt og rak þá bátinn að Bárarskerjum, sem eru fyrir neðan bæina Suður og Norður-Bár í Eyrarsveit. Skipverjum var svo bjargað í hús að bænum Suður-Bár. Ýtarleg frásögn um slysið er í bók sem heitir Fólkið, Fjöllin, Fjörðurinn,safn til sögu Eyrarsveitar, og er gefin út af Eyrbyggju Hollvinasamtök Grundarfjarðar. Þetta er í 4.hefti og kom út 2003.
- Sendi ég Heiðu Láru bestu þakkir fyrir skjót og góð viðbrögð -
Minnisvarðinn um slysið um borð í 184. Eddu GK 25 í Grundarfirði fyrir rúmri hálfri öld © myndir Heiða Lára 31. ágúst 2011
Skrifað af Emil Páli
