30.08.2011 18:00
Farsæll GK 162
Þessi fallegi bátur, kom vel fyrir, þrátt fyrir súldina sem var þegar hann kom inn Stakksfjörðinn og til Keflavíkur á sjötta tímanum í dag. Sjáfsagt er hann að setja sig í startholurnar áður en dragnótin í Bugtinni hefst 1. sept. nk. þ.e. annað kvöld. Birti ég núna eina mynd sem ég tók af honum áðan en fleiri myndir koma hér inn á miðnætti í kvöld.

1636. Farsæll GK 162, siglir fram hjá Vatnsnesinu í dag á leið sinni til Keflavíkur © mynd Emil Páll, 30. ágúst 2011
1636. Farsæll GK 162, siglir fram hjá Vatnsnesinu í dag á leið sinni til Keflavíkur © mynd Emil Páll, 30. ágúst 2011
Skrifað af Emil Páli
