30.08.2011 11:00

Elliði GK 445


                                  43. Elliði GK 445 © mynd af teikningu, Emil Páll


                       43. Elliði GK 445, í Njarðvikurslipp © mynd Emil Páll


   
Þessi mynd birtist í Morgunblaðinu, en eins og sést er ég ljósmyndarinn. Myndin var tekin er eldsvoði var í 43. Elliða GK 445 við bryggju í Njarðvik 12. júlí 1991 © mynd Morgunblaðið / Emil Páll Jónsson


Smíðanr. 357 hjá Gravdal Skipbyggeri A/S, Sunde, Noregi 1963. Báturinn hafði legið nánast ónýtur við bryggju í Njarðvík, frá því að eldur kom upp þar við bryggju 12. júlí 1991. Bar þó ekki afskráður fyrr en í apríl 1996, en þá hafði hann ekki verið skoðaður af Siglingamálastofnun í sex ár. Fjarlægður þaðan 26. maí 1999. Tekin þá upp í slipp í Hafnarfirði og bútaður þar niður.

Bar aðeins þetta eina nafn.