30.08.2011 10:00

Bergur VE 44 / Katrín VE 47 / Mánatindur SU 359 / Haukur EA 76

Hér höfum við einn smíðaðann í Noregi á því herrans ári 1963, sem endaði síðan með að vera dreginn í pottinn fræga af einum sem var á för sömu leið.


                   236. Bergur VE 44 © mynd í eigu Ljósmyndasafns Akraness


                236. Bergur VE 44 © mynd í eigu Ljósmyndasafns Akraness


                   236. Katrín VE 47, í Vestmannaeyjum © mynd Emil Páll


                             236. Mánatindur SU 359 © mynd Svafar Gestsson


                     236. Haukur EA 76 © mynd Funny-Photos.blogcentral.is

Smíðanúmer 29 hjá Ödens Mek. Verksted A/S, Trondheimi, Noregi 1963. Yfirbyggður 1987 og 1994. Fór að lokum í brotajárn til Danmerkur í júlí 2008.

Útgerðarfélag Breiðdalsvíkur keypti bátinn í janúar 1999, en gat ekki staðið við útborgun og því átti að rifta kaupum í lok febrúar, en á síðustu stundu gekk Njörður h.f. einn í tilboðið.

Lá frá 2007 við bryggju í Njarðvík með ónýta vél, en 30. júlí 2008, dró Siggi Þorsteins ÍS 123, hann með sér í brotajárn til Danmerkur.

Nöfn: Bergur VE 44, Katrín VE 47, Sindri VE 60, Frigg VE 41, Víkurnes ST 10, Mánatindur SU 359, Dagfari GK 70 og Haukur EA 76.