30.08.2011 00:00

Krossanes SU 5 / Krossanes GK 154 / Sigurður Sveinsson SH 36

Hér kemur eitt þeirra örfáu skipa sem mér hefur gengið virkilega illa að safna myndum af og birti hér því aðeins myndir af þremur nöfnum af átta sem það bar hérlendis áður en það var selt úr landi
Engu að síður birti ég þessar myndir og sögu bátsins.


                           154. Krossanes SU 5 © mynd Snorrason


                     154. Krossanes SU 5 © mynd Snorrason


            154. Krossanes GK 154 © mynd Snorrason


                154. Sigurður Sveinsson SH 36 © mynd Snorrason

Smíðað í Brandenburg, Austur-Þýskalandi 1959 og kom til heimahafnar á Hnífsdal á Þorláksmessu, 23. desember 1959.  Seldur úr landi til Noregs 29. júní 1993 og er ekkert vitað um hann eftir það.

Nöfn: Mímir ÍS 30, Pétur Jóhannsson SH 207, Flugunes ÁR 85, Krossanes SU 5, Krossanes GK 154, Sigurður Sveinsson SH 36, Svanur SH 111 og Svanur SH 311, en nafið í Noregi er ekki vitað um.