29.08.2011 00:00
Fjóla SH 121 - 27. ágúst 2011
1516. Fjóla SH 121 siglir inn Stakksfjörðinn og er fyrir utan Vatnsnesið og hefur Hafnarfjörð i baksýn
Hér er það Vatnsleysuströndin í baksýn
Byrjað að beygja í átt að Keflavíkurhöfn og Vatnsleysuströndin í baksýn
Hér eru það Vogarnir sem sjást og vélsmiðjan Normi
Nú er báturinn kominn á rétta stefnu inn í Keflavíkurhöfn, með Vogastapa í baksýn
Ekki veit ég af hverju báturinn litaðist upp, er hann nálgaðist Keflavíkurhöfn og nýja byggðin í Innri - Njarðvík var í baksýn, en uppfyllingin þar sem gamla olíubryggjan var í Keflavík í forgrunn
Beygt inn fyrir hafnargarðinn, veiðimennirnir fylgst með og mastur og stýrishús Gunnars Hámundarsonar og eitthvað af Berglín GK koma einnig fram í forgrunn
Búið að slá af ferðinni, enda komið inn á höfnina. Í baksýn má sjá hluta af þeim stöðum þar sem Valþór GK 25 og Þerney KE 33 strönduðu og hér hef áður sýnt myndir frá
Þá er að gera klárt fram á
Þá er þetta alveg að koma
Komið nánast að bryggju , sem í daglegu tali er nefnd vesturbryggjan í Keflavík
© myndir Emil Páll, 27. ágúst 2011
Skrifað af Emil Páli
