28.08.2011 16:00
Garðar BA 64
60. Garðar BA 64, í Skápadal við Patreksfjörð © mynd Sigurður Bergþórsson, 28. ágúst 2011
Smíðanúmer 332 hjá Aker Mek. Verksted A/S í Osló í Noregi og afhentur i mars 1912. Keyptur hingað til lands 1945 og umbyggður sama ár.
Tekinn á land í Skápadal við Patreksfjörð sem minjagripur eftir að útgerð lauk um 1981 og tekinn af skrá 1. des. 1981. Talið vera elsta stálskipið sem enn er til hérlendis.
Nöfn: Norröna I, Globe V. Falkur, Siglunes SI 89, Sigurður Pétur RE 186, Hringsjá SI 94, Garðar GK 175, Garðar RE 9 og Garðar BA 64.
Skrifað af Emil Páli
