28.08.2011 18:00

Sæhrímnir KE 57 (yngri)

Þó um íslenska stálsmíði hafi verið að ræða gekk þessi bátur ekki nema í tæp 20 ár og gekk illa að farga honum, þó það tækist að lokum með aðstoð varðskips.


         261. Sæhrímnir KE 57, fyrir lengingu © mynd Snorrason


   261. Sæhrímnir KE 57, eftir lengingu, úti af Vatnsnesi í Keflavík á leið
til veiða © mynd Emil Páll

Smíðanúmer 3 hjá Stálvík hf., Arnarvogi, Garðahreppi (nú Garðabæ) 1964, eftir teikningu Ágústs G. Sigurðssonar. Lengdur í slippnum í Reykjavík, af Stálvík hf. í febrúar 1966. Úrelding 1984.

Gerð var tilraun til að draga bátinn ásamt fleirum út til Grímsby í Englandi til niðurrifs. Er skipalestin var stödd milli Færeyja og Íslands slitnaði báturinn frá hinum. Varðskip sótti þá bátinn og dró inn í Hvalfjörð. Þann 1. janúar 1985 var hanndreginn í Eiðsvík við Geldinganes. Síðar var honum sökkt 4. júní 1985, djúpt út af Reykjanesi.

Nöfn: Sæhrímnir KE 57, Sæhrímir SH 40, Jónas Guðmundsson SH 18 og Ögmundur ÁR 3.