28.08.2011 12:00

Jökull SH 126, Ásgeir RE 281 og Guðbjörg ÍS 14

Þessa skemmtilegu mynd hefur Snorri Snorrason, tekið einhvern tímann á árunum 1957 til 1959.
Fyrir neðan myndina birti ég sögu allra bátanna þriggja.


    625. Jökull SH 126, 295. Ásgeir RE 281 og Guðbjörg ÍS 14 © mynd Snorri Snorrason


Jökull SH 126:
Smíðaður hjá Skipasmíðastöð KEA á Akureyri 1957. Seldur úr landi 11. apríl 1995, en var þó enn í Hafnarfjarðarhöfn ári síðar, Ekkert vitað meira um sögu hans.

Nöfn: Jökull SH 126, Þórir RE 251, Þórður Bergsveinsson SH 3, Jón Sör ÞH 220, Jökull SF 75, Guðmundur Þór SU 121, Hafborg KE 99, Hafborg SK 50, Hafborg SI 200 og Hafborg HF 64


Ásgeir RE 281: Upphaflega skorrota / enskur kútter, smíðaður í Danmörku 1881. Sökk í Þingeyrarhöfn 1935, náð upp aftur og endurbyggður og breytt í fiskiskip hjá Skipasmíðastöð Marsellíusar Bernhardssonar, Ísafirði, eftir teikningu Bárðar Tómassonar og lauk því verki 1942.
Talinn ónýtur vegna fúa 20. jan. 1966.

Nöfn: Rósamunda ÍS 295, Phönix ÍS 155, Sigurgeir GK 501 og Ásgeir RE 281


Guðbjörg ÍS 14: Smíðaður á Ísafirði 1956. Rak á land í Þorlákshöfn 26. jan. 1964 og eyðilagðist.

Nöfn: Guðbjörg ÍS 14, Guðbjörg ÍS 46 og Hrönn ÁR 21.