27.08.2011 20:00

Tveir úr Garðinum í Keflavík

Breittir tímar, nú eru það Garðmenn sem aðallega halda umferðinni um Keflavíkurhöfn gangandi, þó að vísu komi þar Keflavíkurbátar, þá eru Garðskip áberandi. Skip eins og Berglín, Sóley Sigurjóns hafa komið þangað reglulega að undanförnu og á föstudag kom þangað Garðbáturinn Sigurfari. Þessi til viðbótar er eitt af vörumerkjum Keflavíkurhafnar báturinn Gunnar Hámundarson GK, sem hefur legið þar, en fer þó annað slagið í slipp, enda er viðhald bátsins til sóma.

Smellti ég í dag myndir  af tveimur Garðskipum sem láu saman við hafnargarðinn í Keflavík.


       500. Gunnar Hámundarson GK 357 og 1905. Berglín GK 300, í Keflavíkurhöfn í dag, en báðir eru þeir með heimahöfn í Garði


      1905. Berglín GK 300 og 500. Gunnar Hámundarson GK 357, í Keflavíkurhöfn í dag. Gunnar Hámundar hefur aðeins borið þetta eina nafn en hann var smíðaður í Njarðvík árið 1954 og er því orðinn 57 ára gamall. Berglín var smíðuð í Garðabæ 1988, fyrir Keflvíkinga og fékk fyrst nafnið Jöfur KE 17, síðan Jöfur ÍS 172 en hefur borið núverandi nafn Berglín GK 300 fá 1998 eða í 13 ár.