27.08.2011 19:06
Vaðandi makríltorfa í Keflavíkurhöfn í dag
Nokkuð óvænt, af því að talað er um að makrílveiðarnar séu á lokastigi, kom vaðandi makríltorfa inn í Keflavíkurhöfn í dag og var ekki að spyrja að því að veiðimennirnir á bryggjunni mokveiddu og makrílbáturinn Fjóla SH 121 sem var að klára löndun náði 700 kg. af makríl úr tofunni. Að sögn skipstjóra bátsins hefur verið nokkuð gott kropp að undanförnu en hann hefur aðallega verið í Stakksfirði og Garðsjó í dag.
Þó svo að ég hefði séð torfuna koma inn, hafði ég ekki tíma sökum annars verkefnis að mynda það, en tók hinsvegar þessar myndir af Fjólu er hún kom til Keflavíkur aftur nú á sjöunda tímanum í kvöld. Á miðnætti annað kvöld mun ég síðan birta mikla myndasyrpu af Fjólu sem ég tók þegar hún var að koma til hafnar áðan.


1516. Fjóla SH 121, í dag © myndir Emil Páll, 27, ágúst 2011
Þó svo að ég hefði séð torfuna koma inn, hafði ég ekki tíma sökum annars verkefnis að mynda það, en tók hinsvegar þessar myndir af Fjólu er hún kom til Keflavíkur aftur nú á sjöunda tímanum í kvöld. Á miðnætti annað kvöld mun ég síðan birta mikla myndasyrpu af Fjólu sem ég tók þegar hún var að koma til hafnar áðan.
1516. Fjóla SH 121, í dag © myndir Emil Páll, 27, ágúst 2011
Skrifað af Emil Páli
