27.08.2011 12:03

Surprise ÍS 46

Það eru ekki margar myndir til af bátnum með ÍS nr., sem hann bar í mjög stuttan tíma á árinu 2008. Hér birtist mynd af honum sem Jón Páll Jakobsson tók í ferðinni frægu til Grænlands, en um hana hefur verið fjallað ítarlega hér á síðunni, m.a. birtar fjölmargar myndir frá Grænlandi sem teknar voru í ferðinni. Um ferðina fjallar Jón Páll á síðu sinni í dag og er tengill á hana hér til hliðar.


        137. Surprise ÍS 46, við Grænland © mynd Jón Páll Jakobsson, í ágúst 2008