27.08.2011 10:10
Mikið um að vera hjá Bláfelli ehf.
Færslurnar mína í morgun hafa báðar snúist um plastbáta framleidda hjá Bláfelli ehf. á gamla varnarsvæðinu sem nú heitir Ásbrú, eða báta sem nýkomnir eru þangað til fullnaðar frágangs. Fyrir utan þá þrjá sem myndir hafa birtst af í morgun birti ég nú mynd af þeir fjórða, en hann verður fullfrágenginn hjá Bláfelli þar sem hann var steyptur í upphafi.
Þessu til viðbótar sagði ég nýlega frá hæðsta Sómanum sem framleiddur hefur verið og hefur hann nú verið fluttur tímabundið inn í Hafnarfjörð þar sem unnar verði innréttingar í hann, en síðan kemur hann suður til fullnaðarfrágangs. Þá eru skemmtibátur í fullnaðarfrágangi hjá þeim og nokkrir aðrir sem síðar verður sagt frá, en í raun er þó búið að segja frá þeim öllum áður.
Þessi er eins og Korri KÓ framleiddur frá upphafi til loka hjá Bláfelli ehf. © mynd Emil Páll, 26. ágúst 2011
