27.08.2011 09:54
Steyptir í Mosfellsbæ, fullkláraðir á Ásbrú
Í vikunni komu tveir skrokkar af gerðinni Sómi, til Bláfells ehf. á Ásbrú, en báðir höfðu þeir verið steyptir í Mosfellsbæ. Varðandi plastbáta er talað um að steypa, eða framleiða, en ekki smíða, því þeir eru sannarlega ekki smíðaðir. Umræddir bátar sem eru sem fyrr segir báðir framleiddir af Sóma- gerð og er annar 870 en hinn 990. Hjá Bláfelli verða þeir innréttaðir og gerðir að bátum og þar með allur tækjabúnaður settur niður. Voru það eigendurnir sjálfir sem komu með skrokkana suður eftir
Hér birtast nokkrar myndir af 870 gerðinni, en aðeins ein af 990 bátum, þar sem aðstæður til myndatöku af honum voru ekki nægjanlega góðar til að birta fleiri.
Þetta er Sómi 870 báturinn, kominn inn í hús hjá Bláfelli ehf. og vinna hafin við hann þar
Sómi 990 báturinn í húsnæði Bláfells ehf. á Ásbrú í Reykjanesbæ
© myndir Emil Páll, 26. ágúst 2011
