25.08.2011 23:35

Jon Ivar


     Jon Ivar í slippnum í Reipa, í Noregi © mynd og texti: Jón Páll Jakobsson í ág. 2011

Hér sjáum við svo bát upp í slippnum í Reipa. Þetta er Jon Ívar. Þennan eiga tveir eða þrír vinir og eru með hann á rækju og þorskanetum á vetrarvertíðinni á góðviðrisdögum hérna í Örnes kemur þessi og selur bæjarbúum nýveidda soða rækju. Það má segja að þetta sé nú bara hobbýbátur því þeir eru allir með fasta atvinnu á öðrum skipum og róa þessum bara í fríum. En það er mjög algengt hérna að menn sem eru á offshoreskipunum og ferjunum eigi bát sem þeir nota í fríum.