25.08.2011 19:40

Norðurlandsbáturinn




Hér sjáum við hefðbundinn Nordlandsbát. Þetta er stolt Nordlendinga hérna, þessi týpa af bátum var ríkjandi hérna til fiskveiða og allra siglinga fram eftir öllu. Hann er byggður upp úr vikingabátum og er því aldaforn. Þessi mynd er að minnstu týpunni sem þeir kalla Færingen ( Fræeyingurinn (við bílddælingar gætum kallað hann Árna)) eða kjeks. Stærðin á honum er frá 14 til 16 fet og tvíæringur á íslensku to-roring á norsku. Þetta eru súðbyrðingar klinkbygde á norsku. Eins og má sjá á þessari mynd er þessi bátur bæði með segl og árar en þannig voru þeir flestir útbúnir. Þeir voru smíðaðir úr tvennskonar við furu og greni en furan var algengari. Þið munið kannski frá þáttunum Himmelbla þar sem einmitt var fjallað dálítið um Nordlandsbátinn.Nordlandsbáturinn var til frá to-roring til 14 til 16 fet og upp í Storfemböring sem var 52 fet. En hann var algengur sem sex eða áttæringur þá var stærðin 34 til 42 fet. Ef ykkur langar í svona bát eða flotta skjektu þá er bara kíkja bara inn á þessa síðu og panta www.ulf.no eða bara hringja í kallinn og fá upplýsingar og smíða hann sjálfur. Einnig er hægt að fá smá yfirlit yfir norldlandsbátinn hér www.lofoten.com/Lofoten-Historie-Lofotfisket/nordlandsbaten.html

                                         © myndir og texti Jón Páll Jakobsson