25.08.2011 17:00
Reipa og Storvka í Noregi
Reipa, rauði báturinn fyrir miðri mynd er Leithe (ex 2395. Brík Ba, Ásdís GK og Inga NK)
Á sunnudaginn ákvað ég að taka smábíltúr og fór út í Storvika sem er lítið þorp fyrir utan Örnes og smellti af þessum myndum á höfninni þar.
En það er mjög algent hérna að þeir sem nota höfnina sjái um rekstur og viðhald á þeim. Þá er sérstakur félagsskapur um höfnina.
En þetta naust er farið að láta á sjá.
Storvika er lítið þorp minna heldur en Bíldudalur en þeir hafa matvöruverslun já coop er á staðnum svo enginn þarf að svelta.
Hér sjáum við svona út höfnina. En við Storvika er fjara alvöru fjara með sandströnd og er þetta vinsælt að baða sig hér svona öðruvísi landslag heldur en víða hérna þar sem klöppinn nær bara fram í sjó.
© myndir og texti: Jón Páll Jakobsson
