24.08.2011 21:00

Keppst við að klára skötuselskvótann

Þessa daganna eru bátar að keppast við að klára úthlutanir ársins fyrir skötuselinn,  Birti ég hér myndir af Sægrími sem er nú á leið i Breiðafjörðinn, eftir 4ra mánaða veiðileyfissviptingu og þar er raunar líka fyrir á skötusel Jökull SK 16 o.fl. bátar.


              2101. Sægrímur GK 525, í Njarðvik, 9. júlí 2011. Hann er nú á leiðinni í Breiðafjörð til að draga upp skötuselsnet sem Maron var með, en hann hefur lokið veiðum á skötuselskvóta sínum. Er þetta fyrsta veiðiferð Sægríms, eftir að hafa lokið 4ra mánaða veiðileyfissviptingu fyrir að landa framhjá.


            Hér sjáum við mynd sem ég tók í Njarðvikurhöfn, 16. maí 2011 og sýnir auk Sægríms, 288. Jökul SK 16, sem einmitt er líka núna í Breiðafirðinum á skötuselsveiðum © myndir Emil Páll