24.08.2011 16:39

Fiskistofa rak Bretting frá bryggju

Eins og fram kemur í færslunni hér á undan sem birtist á vefnum vf.is kom Brettingur með fullfermi af makríl til Njarðvikur og var hluti hans ekki í körum né ísaður. En einmitt sökum þess rak Fiskistofa togarann út á til að ganga frá aflanum. Nú fyrir stundu kom hann að landi á ný og hafa margir horft á ýmsar forfæringar við að leggja togaranum, eins og menn viti ekki hvar eigi að leggja, en allt er þetta nú gert undir vökulum augum Fiskistofumanna.

Þorgrímur Ómar Tavsen var að vinna um borð í einum bátanna í höfninni og tók þessar myndir núna áðan.








         1279. Brettingur KE 50, í allskonar hremmingum við að leggjast að bryggju í Njarðvík í annað sinn í dag © myndir Þorgrímur Ómar Tavsen, nú á fimmta tímanum í dag, 24. ágúst 2011