24.08.2011 08:26
Norska siglingamálastofnunin dæmd til að greiða hundruði milljóna
Þetta skrifar Jón Páll Jakobsson, skipstjóri í Noregi á síðu sína:
Þann 22.sept 2009 var Polar Atlantic kyrrsettur í Tomso vegna 16 atriða sem ekki voru í lagi og höfuðsökin var að ein lúga á millidekkinu var ekki útbúinn með fjarstýringu og það ætti að vera hurð á milli þar sem netin er lögð og millidekksins. Báturinn var kyrrsettur í 5 mánuði við bryggju í Tromso það mátti ekki einu sinni sigla honum í heimahöfn. Útgerðarmaðurinn stóð fast á því að þetta væri vitleysa í norsku siglingamálastofnun. Það var ekki fyrr en þann 23.feb 2010 sem norska siglingastofnun viðurkenndi misstökin og báturinn fékk leyfi til að fara á veiðar aftur. En á þessum tíma hafði báturinn misst af miklum möguleikum til að afla sér tekna. T.d brann inn stórhluti af þorskkvótanum en báturinn hafði verið á þorskanetum þegar hann var kyrrsettur. Útgerðarmaðurinn fór í mál við norska ríkið vegna þessa máls og krafðist 9 miljónir norskra króna ( Um 180 miljónir íslenskar) í bætur. Torleif (útgerðarmaðurinn) vann málið og nú má norska næringsminister punga út margar norskar miljónir, Torleif vill ekki segja mér hvað hann fékk í bætur en hann sagðist vera mjög sáttur.
Hér sjáum við Næringsminister Trond Giske vera þungann á brún þegar honum var ljóst að Norska siglingastofnun sem heyrir undir hans ráðuneyti hafði gert svona hrikaleg misstök sem mun kosta ríkið mikla peninga.
Það broslega í þessu að í Júlí 2009 fékk báturinn nýtt haffæri gefði út af sjofartdirektoratet (norska siglingastofnun) í Sandnessjoen. Svo þeir voru með mjög veikt mál alveg frá byrjun.
Hvað ætli margir hafi lent í mörgum svipuð málum heima og ekkert fengið og jafnvel tapað málum ef farið er með þau fyrir rétt.
