23.08.2011 00:00
Búðaklettur GK 251 / Venus GK 519 / Arnarnes HF 52 / Jakob Valgeir ÍS 84 / Flosi ÍS 15
Eitt af fjórum systurskipum sem smíðuð voru hjá sömu skipasmíðastöðinni fyrir íslendinga

977. Búðarklettur GK 251 © teikning Axel E., 1980

977. Venus GK 519, í Leirvik, 10. des. 1970 © mynd Shetland Museum

977. Arnarnes HF 52 © mynd Snorrason

977. Jakob Valgeir ÍS 84 © mynd Snorrason

977. Flosi ÍS 15, fyrir ofan greinina © mynd af síðu ieinarsson
Smíðaður hjá Ankerlokken Verft A/S, Florö, Noregi 1964 og átti þrjú íslensk systurskip.
Þar sem þetta skip sem Búðaklettur, var síðasta skip Jóns Gíslasonar í Hafnarfirði, gekk það undir nafninu SÍÐASTI KLETTURINN
Seldur úr landi til Afríku 15. apríl 1997. Þar sem Afríkumenn þorðu ekki að sigla skipinu út, sökum hversu stórt það var voru fengnir til verksins íslendingarnir Einar Vignir Einarsson skipstjóri og Þorbergur Egilsson vélstjóri. Áður var það skverað af og nýtt nafn sett á það í Hafnarfirði. Er skipið var komið 60 milur suður fyrir Eyjar, bilaði alternatorinn og því var snúið við til Eyja og þar stoppað yfir eina nótt. Eftir mikil ævintýri tókst að koma skipinu alla leið út.
Fljótlega sökk það við bryggju í Cammeroon. Var það Afríska-áhöfnin sem sökkti skipinu, vegna launadeilu við útgerðaraðilann. Því var þó náð upp aftur og var á floti mjög bágborið um áramótin 1997/98 en síðan er ekkert vitað um skipið.
Nöfn: Búðaklettur GK 251, Venus GK 519, Arnarnes HF 52, Arnarnes ÍS 400, Jakob Valgeir ÍS 84, Flosi ÍS 15 og Sanderine K 17/15/96
977. Búðarklettur GK 251 © teikning Axel E., 1980
977. Venus GK 519, í Leirvik, 10. des. 1970 © mynd Shetland Museum
977. Arnarnes HF 52 © mynd Snorrason
977. Jakob Valgeir ÍS 84 © mynd Snorrason
977. Flosi ÍS 15, fyrir ofan greinina © mynd af síðu ieinarsson
Smíðaður hjá Ankerlokken Verft A/S, Florö, Noregi 1964 og átti þrjú íslensk systurskip.
Þar sem þetta skip sem Búðaklettur, var síðasta skip Jóns Gíslasonar í Hafnarfirði, gekk það undir nafninu SÍÐASTI KLETTURINN
Seldur úr landi til Afríku 15. apríl 1997. Þar sem Afríkumenn þorðu ekki að sigla skipinu út, sökum hversu stórt það var voru fengnir til verksins íslendingarnir Einar Vignir Einarsson skipstjóri og Þorbergur Egilsson vélstjóri. Áður var það skverað af og nýtt nafn sett á það í Hafnarfirði. Er skipið var komið 60 milur suður fyrir Eyjar, bilaði alternatorinn og því var snúið við til Eyja og þar stoppað yfir eina nótt. Eftir mikil ævintýri tókst að koma skipinu alla leið út.
Fljótlega sökk það við bryggju í Cammeroon. Var það Afríska-áhöfnin sem sökkti skipinu, vegna launadeilu við útgerðaraðilann. Því var þó náð upp aftur og var á floti mjög bágborið um áramótin 1997/98 en síðan er ekkert vitað um skipið.
Nöfn: Búðaklettur GK 251, Venus GK 519, Arnarnes HF 52, Arnarnes ÍS 400, Jakob Valgeir ÍS 84, Flosi ÍS 15 og Sanderine K 17/15/96
Skrifað af Emil Páli
