22.08.2011 23:00
11 ára gömul frétt
Verulegt tjón er botntæki hreinsuðust undan Arney KE-50
Arney KE-50 að veiðum en talsvert tjón varð er skipið tók niðri í innsiglingunni til Sandgerðis í nótt. mbl.is Arney KE-50 að veiðum en talsvert tjón varð er skipið tók niðri í innsiglingunni til Sandgerðis í nótt. mbl.is "Það hefur orðið verulegt tjón við strandið. Skipið er komið í slipp og skoðunarmenn eru að streyma á vettvang til að kanna skemmdir og meta tjónið og því liggur ekki fyrir um hvaða fjárhæðir er að tefla," sagði Dagur Ingimundarson, einn eigenda Arneyjar KE-50 sem tók niðri í innsiglingunni til Sandgerðis. Arney var á útleið er hún tók niðri en skipið losnaði eftir nokkra tíma er flæddi að. Sigldi hún til Njarðvíkur og var komin í slipp þar um hádegisbil. "Allir bátarnir sitthvoru megin við kjölin eru farnir eða ónýtir; svo sem fyrir asdikin, dýptarmæla, skynjara ýmisskonar og höfuðlínumæla. Í þessum búnaði liggja mikil verðmæti því hann er afar dýr. Að öðru leyti eru sáralitlar skemmdir á botninum, ein plata er nokkuð dældótt og verður sennilega að sjóða bót yfir hana," sagði Dagur. "/>
Arney KE-50 að veiðum en talsvert tjón varð er skipið tók niðri í innsiglingunni til Sandgerðis í nótt. mbl.is