22.08.2011 21:00
Eyrún ex Arney SH, Arney KE, Jón Sör ÞH, Frosti II ÞH og Eyrún EA
Hér sjáum við einn af þeim trébátu íslensku sem var mjög fallegur í denn, en endað lífsferli sinn með að vera fyrst seldur til Noregs 1995 og síðan til niðurrifs 2007, en er þó enn uppistandandi hjá Fornaes i Danmörku, þar þar sá ég þessa mynd af honum í dag.

Eyrún ex 1094 © mynd Fornaes, Danmörku
Smíðanúmer 33 hjá Dröfn hf., Hafnarfirði 1970, eftir teikningu Egils Þorfinnssonar, yfirbyggður 1982. Seldur til Noregs 20. mars 1995 og breytt þar í skemmtiskip í Osló á því ári. Kom síðan til niðurrifs hjá Fornaes 2007.
Nöfn: Arney SH 2, Arney KE 50, Jón Sör ÞH 220, Frosti II ÞH 220, Eyrún EA 155 og Eyrún.
Eyrún ex 1094 © mynd Fornaes, Danmörku
Smíðanúmer 33 hjá Dröfn hf., Hafnarfirði 1970, eftir teikningu Egils Þorfinnssonar, yfirbyggður 1982. Seldur til Noregs 20. mars 1995 og breytt þar í skemmtiskip í Osló á því ári. Kom síðan til niðurrifs hjá Fornaes 2007.
Nöfn: Arney SH 2, Arney KE 50, Jón Sör ÞH 220, Frosti II ÞH 220, Eyrún EA 155 og Eyrún.
Skrifað af Emil Páli
