20.08.2011 17:00
Urvaag M-73-AV
Þegar við vorum að landa í Napp í maí síðastliðnum var þar beitingavélabátur sem leit frekar illa út greinilegt að eitthvað mikið hafði gerst, svo ég auðvitað spurði hvað hafði gerst. Báturinn hafði sokkið við bryggju og svo þegar búið var að ná bátnum ákváðu eigendurnir að kaupa annan bát í staðinn fyrir að gera þennan upp, svo hann endaði þarna í Napp þeir sem ég talaði við þarna héltu að sjá sem hafði keypt hann hafi ætlað sér að gera hann upp en þeir vissu ekki meir.
Þegar hann sökk 30. apríl 2004 við bryggju á eyjunni Averöy hét hann Urvaag og var með skráninguna M-73-AV. Talið botnloki hafi gefið sig. Það voru 80 tonn af olíu um borð í bátnum sem byrjaði að flæða út um loftinntökin en kafarar gátu þétt götin svo það hætti að leka. Báturinn var nýkominn úr slipp og var bara að fara sjó þegar þetta gerðist.
Hér Urvaag við bryggju þegar búið var að ná honum upp og hann lítur nánast svona út.
Hér sjáum við svo mynd af bátnum liggja við bryggju í Napp í maí 2011 © myndir Jón Páll Jakobsson
Skrifað af Emil Páli
