20.08.2011 16:00

Hólmar GK 546

Fyrsta frambyggða skipið sem smíðað var á Íslandi.


                  Hólmar GK 546 © mynd Snorrason

Smíðanúmer 4 hjá Skipasmíðastöð Njarðvikur hf., Njarðvík 1963. Egill Þorfinnsson, Keflavík teiknaði bátinn og var um að ræða sömu teikningu og var af Baldri KE 97.

Báturinn var fyrsta frambyggða skipið sem smíðað var á Íslandi og var í upphafi smíðað á lager, en síðar boðið Baldri hf. til kaups, en ekkert varð úr því.

Báturinn fórst út af Alviðruhömrum 29. nóvember 1963 ásamt 5 manna áhöfn. Var hann þá aðeins 3ja mánaða gamall.

Bar hann aðeins þetta eina nafn og var með heimahöfn í Sandgerði.