19.08.2011 08:39

Smábatar geta stundað makrílveiðar í haust

visir.is:

Smábatar geta stundað makrílveiðar í haust
Smábátar geta nú stundað makrílveiðar í haust. Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur gefið út reglugerð sem heimilar bátum sem stunda makrílveiðar á handfæri og línu að halda þeim veiðum áfram eftir 1. september.

Áður var makrílveiði þessara aðila aðeins leyfileg fram að 1. september í ár. Heimild til makrílveiða er eftir sem áður bundin leyfi frá Fiskistofu, að því er segir í fréttatilkynningu