17.08.2011 11:14

Skemmtileg tilviljun

Við sömu bryggju í Njarðvik liggja nú tvö fiskiskip sem eiga það sameiginlegt að á bóg þeirra eru upphleyptir stafir sem segja að með fyrstu nöfnunum hafi verið Akurey RE 6 og Rauðsey AK 14. Auk þess sem Akureyin varð síðar Skírnir AK 16 og því báðir gerðir á sínum tíma út af sömu útgerðinni á Akranesi. Í dag heita þessi skip Erling KE 140 og Páll Jónsson GK 7.  Birti ég nú nokkrar myndir sem ég tók í morgun og síðan sögu beggja skipanna fyrir neðan myndirnar




     233. Erling KE 140 (sá blái) og 1030. Páll Jónsson GK 7 ( sá græni) í Njarðvikurhöfn í morgun

                              Séu bátarnir skoðaðir nánar kemur þetta í ljós


                                     233. Akurey RE 6, nú Erling KE 140


                                1030. Rauðsey AK 14, nú Páll Jónsson GK 7


       Þar sem Rauðseyjar nafnið sást ekki nógu vel á þeirri efri birti ég hér aðra
                                    © myndir Emil Páll, 17. ágúst 2011

                                               Saga bátanna

233.
Smíðanúmer 56 hjá Ankerlökken Verft A/S, Florö, Noregi 1964, eftir teikningu Hjálmars R. Bárðarsonar. Lengdur 1967, yfirbyggður, ný brú og þilfarshús hjá Þorgeiri & Ellert hf., Akranesi 1976. Stórbreyting og lenging í Riga Shipyard í Lithaén, 2000.

Nöfn: Akurey RE 6, Skírnir AK 16, Barðinn GK 375, Barðinn GK 187, Barðinn GK 12, Júlli Dan GK 197, Júlli Dan ÞH 364, Júlli Dan ÍS 19, Óli á Stað GK 4 og núverandi nafn: Erling KE 140

1030. Smíðanúmer 323 hjá Scheepswerf Gebr. Van Der Werft A/S, Deest, Hollandi 1967. Lengt í Hollandi 1974, yfirbyggt 1981. Breytt úr nótaskipi í linu- og netaskip hjá Skipasmíðastöð Njarðvikur hf., 2001 og fór í fyrstu veiðiferðina sem línuskip hinn örlagaríka dag 11. september 2001. Veltutankur settur í skipið í Skipasmíðastöð Njarðvikur 2007.

Nöfn: Örfirisey RE 14, Rauðsey AK 14, Björg Jónsdóttir ÞH 321, Arnþór EA 16, Goðatindur SU 57 og núverandi nafn: Páll Jónsson GK 7.