17.08.2011 00:00
Vigri á heimleið
Hér kemur síðasta serían í þessari lotu og gefum því Kristni Benediktssyni ljósmyndara orðið:
,,Hún sýnir togarann Vigra RE koma meðfram Júlíusi en þeir eru á heimleið og þá þótti það góður siður að renna framhjá næstu skipum og kveðja með því að þeyta skipsflautuna. Karlarnir koma út á brúarvænginn og veifa í kveðjuskini en aðrir standa aftur í rennu og eru að vinna í veiðarfærunum og eru ekkert að spá í annað. Kannski var Vigri RE að fara í siglingu þeir gerðu mikið af því Ögurvílkurskipin.
Allt búið í bili."
Um leið og ég endurtek þakkirnir til Kristins, staðfesti ég orð hans, að við þurfum ekki að örvænta, því hann er búinn að láta okkur hafa 2 möppur af um 30 til 40 sem hann mun koma með á síðuna á næstu vikum og þar kennir ýmsra grasa bæði frá bátum sem togurum og alltaf eru myndirnar teknar í ferðum með skipunum út á miðin.













1265. Vigri RE 71, á heimleið af Halanum 1978 © myndir Kristinn Benediktsson
,,Hún sýnir togarann Vigra RE koma meðfram Júlíusi en þeir eru á heimleið og þá þótti það góður siður að renna framhjá næstu skipum og kveðja með því að þeyta skipsflautuna. Karlarnir koma út á brúarvænginn og veifa í kveðjuskini en aðrir standa aftur í rennu og eru að vinna í veiðarfærunum og eru ekkert að spá í annað. Kannski var Vigri RE að fara í siglingu þeir gerðu mikið af því Ögurvílkurskipin.
Allt búið í bili."
Um leið og ég endurtek þakkirnir til Kristins, staðfesti ég orð hans, að við þurfum ekki að örvænta, því hann er búinn að láta okkur hafa 2 möppur af um 30 til 40 sem hann mun koma með á síðuna á næstu vikum og þar kennir ýmsra grasa bæði frá bátum sem togurum og alltaf eru myndirnar teknar í ferðum með skipunum út á miðin.
1265. Vigri RE 71, á heimleið af Halanum 1978 © myndir Kristinn Benediktsson
Skrifað af Emil Páli
