16.08.2011 17:00
Slippurinn eignast Steinunni Finnbogadóttur BA 325
Bátur þessi lá við bryggju í Reykjavík í fjölda ára eða þar til að Hans Jakob GK 150 dró hann til Njarðvikur 13. nóvember 2009. Þar voru gerðar á honum ýmsar endurbætur, en ekkert varð úr sjósetningu að nýju og auglýsti eigandinn hann til sölu án þess að nokkur sala yrði og endaði það mál með því að báturinn var sleginn Skipasmíðastöð Njarðvíkur á nauðungaruppboði í síðasta mánuði. Að sögn Stefáns Sigurðssonar hjá Skipasmíðastöðinni verður báturinn nú auglýstur til sölu.
Hér fyrir neðan mynd sem ég tók af honum í dag, birti ég söguágrip bátsins.

245. Steinunn Finnbogadóttir BA 325, í Njarðvikurslipp i dag © mynd Emil Páll, 16. ágúst 2011
Smíðanúmer 199 hjá Bolsönes Værft O A/S, Molde, Noregi 1964. Yfirbyggður við bryggju í Reykjavík af Vélsmiðju Orra h.f, Mosfellssveit.
Nöfn: Helga Guðmundsdóttir BA 77, Látraröst BA 177, Ásborg RE 50, Ásborg GK 52, Dofri BA 25, aftur Helga Guðmundsdóttir BA 77, Helga Guðmundsdóttir SH 108, Þórsnes SH 108, Steinunn Finnbogadóttir BA 325, Steinunn Finnbogadóttir RE 325 og aftur núverandi nafn: Steinunn Finnbogadóttir BA 325.
Hér fyrir neðan mynd sem ég tók af honum í dag, birti ég söguágrip bátsins.
245. Steinunn Finnbogadóttir BA 325, í Njarðvikurslipp i dag © mynd Emil Páll, 16. ágúst 2011
Smíðanúmer 199 hjá Bolsönes Værft O A/S, Molde, Noregi 1964. Yfirbyggður við bryggju í Reykjavík af Vélsmiðju Orra h.f, Mosfellssveit.
Nöfn: Helga Guðmundsdóttir BA 77, Látraröst BA 177, Ásborg RE 50, Ásborg GK 52, Dofri BA 25, aftur Helga Guðmundsdóttir BA 77, Helga Guðmundsdóttir SH 108, Þórsnes SH 108, Steinunn Finnbogadóttir BA 325, Steinunn Finnbogadóttir RE 325 og aftur núverandi nafn: Steinunn Finnbogadóttir BA 325.
Skrifað af Emil Páli
