15.08.2011 18:08
Brettingur í góðum málum
Ákveðið hefur verið að hætta við sölu á togaranum Brettingi til Kanada, þar sem búið er að tryggja rekstrargrundvöllinn í a.m.k. ár. Fyrst eru það makrílveiðar, síðan Flæmski hatturinn og að loknum veiðiferðum þangað, fer skipið aftur í leiguverkefni á Grænlandi, en nú í nokkra mánuði.
Í dag kom togarinn inn til Keflavíkur, já í fyrsta sinn til heimahafnar í Keflavík, en Njarðvíkurhöfn hefur verið notuð fram til þessa. En eftir að hafa fengið makríltroll í Vestmannaeyjum var farið á markrílmiðin en þá kom upp í fyrsta hali, bilun og ljóst að það vantaði stykki sem sótt var til Keflavíkur í dag.
Segja má að það hafi verið unun að sjá vinnubrögð skipstjórans sem sigldi inn, eins og hann væri með lítinn fiskibát, nánast alveg meðfram landinu, enda dýpi nægt og síðan snéri hann við inni í höfninni, nánast á punktinum.
Sýni ég nokkrar myndir sem ég tók er hann kom til Keflavíkur í dag., bæði af skipinu og eins skipstjórann sem stýrði skipinu, en Magni var einnig sjálfur um borð.







1279. Brettingur KE 50 við komuna til Keflavíkur í dag og skipstjórinn á neðstu myndinni © myndir Emil Páll. 15. ágúst 2011
Í dag kom togarinn inn til Keflavíkur, já í fyrsta sinn til heimahafnar í Keflavík, en Njarðvíkurhöfn hefur verið notuð fram til þessa. En eftir að hafa fengið makríltroll í Vestmannaeyjum var farið á markrílmiðin en þá kom upp í fyrsta hali, bilun og ljóst að það vantaði stykki sem sótt var til Keflavíkur í dag.
Segja má að það hafi verið unun að sjá vinnubrögð skipstjórans sem sigldi inn, eins og hann væri með lítinn fiskibát, nánast alveg meðfram landinu, enda dýpi nægt og síðan snéri hann við inni í höfninni, nánast á punktinum.
Sýni ég nokkrar myndir sem ég tók er hann kom til Keflavíkur í dag., bæði af skipinu og eins skipstjórann sem stýrði skipinu, en Magni var einnig sjálfur um borð.
1279. Brettingur KE 50 við komuna til Keflavíkur í dag og skipstjórinn á neðstu myndinni © myndir Emil Páll. 15. ágúst 2011
Skrifað af Emil Páli
