14.08.2011 10:20
Polar Atlantic og 4. kynslóð beitingavélabáta
Þessa skemmtilegu og fræðandi umfjöllun sá ég á síðu Jóns Páls Jakobssonar, frá Bíldudal sem býr nú í Noregi og er þar skipstjóri. Tengill á síðu Jóns Páls er hér til hliðar á síðunni minni

Polar Atlantic © mynd Jón Páll Jakobsson, í maí 2011
Polar Atlantic var byggður 1978 í Fiskarstrand og hét upphaflega Fernando og var frá Maalöy. Hann er 32,45 metra langur og 7,32 m breiður. Með 660 ha Alpha Diesel. Hann er svo kallaður fyrstu kynslóðarbeitingavélbátur útbúinn með beitingavél og frystingu og var ætlaður meðal annars að stunda veiðar á fjarlægum miðum eins og Flæmska hattinum og við Grænland. Og var allur útbúnaður miðaður við það t.d eímari til búa til fersk vatn úr sjó og þau fjarskiptatæki sem voru upp þá Stuttbylgju og millibylgjustöð. Ekki veit ég hvað margar bátar af þessari gerð voru smíðaðir en þeir voru nokkuð margir. Þetta þóttu byltingakenndir bátar á sinni tíð og gátum verið mjög lengi úti án þess að fara í höfn. 1993 var mér boðið í heimsókn um borð í þennan bát við bryggju í Maaloy þegar ég var þar ásamt fleiri góðum mönnum með bát í slipp. Þá var hann í fullri drift og var með frystingu um borð. Fremst í bátnum eru frystipressurnar og fyrstiskápur til að frysta fisk í síðan er tvo frystitæki þar fyrir aftan. Lestin nær alveg fram í stefni og er tvískipt hægt var að nota hluta hennar undir fersk fisk. Það eru íbúðir fyrir 13 manns í 8 klefum. Má segja að báturinn sé nánast orginal nema auðvita búið að uppfæra tæki í brú og svo framvegis. Einnig er búið að fjarlæga beitngavélina og allt sem henn fylgdi og er báturinn útbúinn á net í dag. Í dag er norðmenn að byrja með hvað skulum við segja 4 kynslóð af beitngavélabátum. Og erum við þar að tala um allt öðruvísi báta og allt annan aðbúnað t.d í nýja Geir og verður í nýja Fiskanesinu.
Polar Atlantic © mynd Jón Páll Jakobsson, í maí 2011
Polar Atlantic var byggður 1978 í Fiskarstrand og hét upphaflega Fernando og var frá Maalöy. Hann er 32,45 metra langur og 7,32 m breiður. Með 660 ha Alpha Diesel. Hann er svo kallaður fyrstu kynslóðarbeitingavélbátur útbúinn með beitingavél og frystingu og var ætlaður meðal annars að stunda veiðar á fjarlægum miðum eins og Flæmska hattinum og við Grænland. Og var allur útbúnaður miðaður við það t.d eímari til búa til fersk vatn úr sjó og þau fjarskiptatæki sem voru upp þá Stuttbylgju og millibylgjustöð. Ekki veit ég hvað margar bátar af þessari gerð voru smíðaðir en þeir voru nokkuð margir. Þetta þóttu byltingakenndir bátar á sinni tíð og gátum verið mjög lengi úti án þess að fara í höfn. 1993 var mér boðið í heimsókn um borð í þennan bát við bryggju í Maaloy þegar ég var þar ásamt fleiri góðum mönnum með bát í slipp. Þá var hann í fullri drift og var með frystingu um borð. Fremst í bátnum eru frystipressurnar og fyrstiskápur til að frysta fisk í síðan er tvo frystitæki þar fyrir aftan. Lestin nær alveg fram í stefni og er tvískipt hægt var að nota hluta hennar undir fersk fisk. Það eru íbúðir fyrir 13 manns í 8 klefum. Má segja að báturinn sé nánast orginal nema auðvita búið að uppfæra tæki í brú og svo framvegis. Einnig er búið að fjarlæga beitngavélina og allt sem henn fylgdi og er báturinn útbúinn á net í dag. Í dag er norðmenn að byrja með hvað skulum við segja 4 kynslóð af beitngavélabátum. Og erum við þar að tala um allt öðruvísi báta og allt annan aðbúnað t.d í nýja Geir og verður í nýja Fiskanesinu.
Skrifað af Emil Páli
