13.08.2011 17:00
Happasæll fiskar vel á lága númerinu
Það eru nokkur atriði varðandi þennan bát, sem eru öðruvísi. Hann ber í dag lægsta skipaskrárnúmer íslenska flotans þ.e. nr. 13. Hann er eini Austur-þýsi báturinn sem smíðaðir voru fyrir íslendinga um 1960 og mældumst um og sumir tæp 100 tonn og er ennþá til. Þá er það ekki verra að aflabrögðin hjá honum hafa verið mjög góð að undanförnu, en hann stundar makrílveiðar á færi. Segir sagan að hann hafi verið hæstur krókaveiðibáta á makrílnum í síðustu viku, þó ég hafi ekki fengið það staðfest. Hér er auðvitað átt við 13. Happasæl KE 94

13. Happasæll KE 94, í Njarðvik í dag © mynd Emil Páll, 13. ágúst 2011
13. Happasæll KE 94, í Njarðvik í dag © mynd Emil Páll, 13. ágúst 2011
Skrifað af Emil Páli
