13.08.2011 13:00
Kristinn Ben með Júlíusi Geirmundssyni og Bessa ÍS
Kristinn Benediktsson, frétta- og skipaljósmyndari, hefur nú gefið mér aðgang að miklum fjölda skipasmynda, en nýverið birti ég syrpu af nótaskipum sem hann tók er hann fór með Ársæli Sigurðssyni GK 320 í veiðiferð. Núna er það önnur veiðiferð og svo að henni lokinni koma hver serían á fætur annarri, brælumyndir, skip að veiðum og á siglingu. En gefum nú Kristni orðið:
,,Sagan er sú að 1978 fór ég í túr frá Ísafirði með Júlíusi Geirmundssyni ÍS sem þá var ísfisktogari. Ég skrifaði grein í Sjávarfréttir um þessa ferð. Ég þurfti að fara suður í miðjum túr og var ég þá fluttur yfir í Bessa ÍS frá Súðavík sem var að fara í land.
Ég byrja að senda þér stakar myndir. Þarna eru myndir af áhöfninni á Júlíusi og sólarlagið frá Júlíusi og svo togarinn sjálfur að fara á fulla ferð þegar ég var kominn um borð í Bessann".
Í framhaldi af því koma síðan stakar myndir úr ferðinni og ýmsar brælusyrpur.

1285. Júlíus Geirmundsson ÍS 270

Áhöfnin á Júlíusi Geirmundssyni

Kvöldsólin

Ljósmyndarinn ferjaður yfir í 1313. Bessa ÍS 410
© myndir Kristinn Benediktsson, árið 1978 og í dag og næstu daga og jafnvel lengur, fáum við að sjá augnakomfektið sem þessar gömlu myndaperlur svo sannarlega eru.
,,Sagan er sú að 1978 fór ég í túr frá Ísafirði með Júlíusi Geirmundssyni ÍS sem þá var ísfisktogari. Ég skrifaði grein í Sjávarfréttir um þessa ferð. Ég þurfti að fara suður í miðjum túr og var ég þá fluttur yfir í Bessa ÍS frá Súðavík sem var að fara í land.
Ég byrja að senda þér stakar myndir. Þarna eru myndir af áhöfninni á Júlíusi og sólarlagið frá Júlíusi og svo togarinn sjálfur að fara á fulla ferð þegar ég var kominn um borð í Bessann".
Í framhaldi af því koma síðan stakar myndir úr ferðinni og ýmsar brælusyrpur.
1285. Júlíus Geirmundsson ÍS 270
Áhöfnin á Júlíusi Geirmundssyni
Kvöldsólin
Ljósmyndarinn ferjaður yfir í 1313. Bessa ÍS 410
© myndir Kristinn Benediktsson, árið 1978 og í dag og næstu daga og jafnvel lengur, fáum við að sjá augnakomfektið sem þessar gömlu myndaperlur svo sannarlega eru.
Skrifað af Emil Páli
