13.08.2011 09:08

Sigurvon / Hafnarey SU 206

Um þennan bát er mjög lítið vitað, nema fyrstu tvö nöfnin og hvar hann er smíðaður. Báturinn stóð í nokur ár, nafnlaus uppi í Grindavík, var síðan fluttur upp á Akranes í fyrra og síðan seldur til Breiðdalsvíkur þar sem hann er í dag kominn í einhverja útgerð að nýju.


                        5600. Sigurvon í Grindavík © mynd Emil Páll, 3. júní 2010


                     5600. Nafnlaus, á Akranesi © mynd Sigurbrandur, í júlí 2010


            5600. Hafnarey SU 206, á Breiðdalsvík í gær © mynd Sigurbrandur, 12. ágúst 2011

Smíðaður á Borgarfirði Eystri 1971.

Nöfn: Bjarnarey NS 56, Fiskavík ST 21, Sigurvon og núverandi nafn: Hafnarey SU 206 ( milli Fiskavík og Sigurvonarnafnsins eru ansi mörg ár og því ekkert vitað um nafnalistann eða sögu hans þau ár)