12.08.2011 21:00
Rán, Hafsteinn og Máni II
Hér kemur skemmtileg mynd sem ég tók í dag í Sandgerði og veit fyrir víst að tveir af bátunum eru á skötuselsveiðum, þ.e. sá í miðið og eins þessi hvíti. En varðandi þann hvíta það birti ég fleiri myndum af honum síðar í kvöld af þeirri ástæðu, að frá því að lokið var við umfangsmiklar breytingar á honum hjá Sólplasti ehf. í Sandgerði, fyrir tæpum tveimur árum og er þetta í fyrsta sinn sem ég næ sjálfur myndum af honum frá því að hann fór frá Sandgerði. Báturinn var m.a. breikkaður og byggður alveg upp að nýju þannig að aðeins 2 fermetrar ofan við peru voru eftir af gamla bátnum, auk þess sem hitt og þetta ofan dekks var sett nýtt, ss. hvalbakur, skorsteinshús, gaflrassgat, setuö og kaffistofa við hlið stýrishúss, salernis í þilfarshúsi o.fl.

1921. Rán GK 91, 1850. Hafsteinn SK 3 og 1887. Máni II ÁR 7, framan við Sandgerðisvita, í dag ¤ mynd Emil Páll, 12. ágúst 2011
1921. Rán GK 91, 1850. Hafsteinn SK 3 og 1887. Máni II ÁR 7, framan við Sandgerðisvita, í dag ¤ mynd Emil Páll, 12. ágúst 2011
Skrifað af Emil Páli
