12.08.2011 10:03
Logn í rokrassgatinu
Oft hefur verið gaman að fylgjast með umræðum manna af landsbyggðinni og jafnvel einnig af höfuðborgarsvæðinu, þar sem þeir segja að Suðurnesin séu algjört rokrassgat. Ef við Suðurnesjamenn höfum haft tilburði til að verja okkar svæði og bent viðkomandi á að við höfum engin fjöll til að veita okkur skjól, er svarið að það skipti engu máli. Reykvíkingar vilja t.d. ekki trúa því að Esjan veiti þeim skjól, en svo er svo sannarlega og þetta á við um flesta staði utan Suðurnesja, þ.e. viðkomandi fá skjól af fjöllum. Tökum nærtækt dæmi, það er oftast allt öðruvísi veðurfar í Grindavík, en annarsstaðar á Suðurnesjum, enda hafa Grindvíkingar fjöll til að veita þeim skjól.
Engu að síður hefur það verið algeng umræða á vefsíðum á landsbyggðinni að tala um lognið að undanförnu. Við hér í ,,ROKRASSGATINU" höfum líka verið með sól og logn svo dögum skiptir og það þó engin séu fjöllin til að bjarga okkur.
Hvað um það í morgun áður en sólin var farin að senda geisla sína tók ég þessa myndasyrpu, af lognmyndum í rokrassgatinu, en svona veðurfar hefur staðið nú í nokkurn tíma og síðan hefur sólin séð um að hita okkur upp líka.





Lognmyndir úr ,,rokrassgatinu" © myndir Emil Páll, 12. ágúst 2011
Engu að síður hefur það verið algeng umræða á vefsíðum á landsbyggðinni að tala um lognið að undanförnu. Við hér í ,,ROKRASSGATINU" höfum líka verið með sól og logn svo dögum skiptir og það þó engin séu fjöllin til að bjarga okkur.
Hvað um það í morgun áður en sólin var farin að senda geisla sína tók ég þessa myndasyrpu, af lognmyndum í rokrassgatinu, en svona veðurfar hefur staðið nú í nokkurn tíma og síðan hefur sólin séð um að hita okkur upp líka.
Lognmyndir úr ,,rokrassgatinu" © myndir Emil Páll, 12. ágúst 2011
Skrifað af Emil Páli
